Eins og við var að búast þá var nánast fullt út úr dyrum á íbúafundi um samgöngur sem haldinn var í Akóges í gær. Á þriðja hundrað manns mættu og á annað hundrað manns fylgdust með beinu streymi.
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar sátu fyrir svörum auk Fannars Gíslasonar, forstöðumanns hafnadeildar hjá Vegagerðinni.
Farið var vítt og breytt yfir stöðu mála bæði á sjó og lofti í framsögum ráðherra og vegamálastjóra. Farið var yfir dýpkunarmál auk þess sem komið var inn á jarðgöng og hafnarframkvæmdir. Að lokum var opnað fyrir fyrirspurnir úr sal. Þar mátti skynja talsverðar óþreygju og þreytu á stöðu þessara mála, enda hafa frátafir Herjólfs á siglingum í Landeyjahöfn verið talsvert miklar það sem af er vetri.
Fram kom í máli vegamálastjóra að dönsk verkfræðistofa muni fara í straummælingar í og við Landeyjahöfn. Auk þess kom fram að komið sé í ferli útboð á áætlunarflugi milli lands og Eyja yfir háveturinn. Hægt er að sjá upptöku af fundinum hér neðst í þessari frétt.
https://eyjar.net/ibuafundur-i-beinni/




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.