Við ætlum út í Eyjar, goslokalagið 2019 er komið. Lagið er eftir þá Inga Gunnar Jóhannsson og Petri Kaivanto, en textinn er eftir Inga Gunnar. Lagið er flutt af Hálft í hvoru, en þeir Ingi Gunnar, Eyjólfur Kristjánsson og Örvar Aðalsteinsson sjá um söng og Gísli Helgason leikur á flautu. Gísli Stefánsson og Hilmar Sverrisson sáu um upptökur, en Gísli útsetti ásamt sveitinni og hljóðblandaði.
Goslokalagið er samstarfsverkefni Goslokanefndar og Bandalags vestmanneyskra söngva- og tónskálda en samkeppni um lagið hefur farið fram á þeirra vegum undanfarin ár.