Birgir Nielsen bæjarlistamaður Vestmannaeyja
25. apríl, 2024
IMG_4727
Birgir Nielsen Birgisson, Birgir Nielsen og Kolbrún Anna Rúnarsdóttir. Eyjar.net/Tryggvi Már

Bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2024 er Birgir Nielsen. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Eldheimum í morgun.

Birgi Nielsen þarf vart að kynna en hann hefur frá unga aldri verið viðloðandi tónlist og ákvað snemma á lífsleiðinni að helga lífi sínu þeim starfsvettvangi. Birgir er fæddur árið 1974 og varð því fimmtugur í febrúar síðastliðnum. Hann mætti átta ára gamall í fyrsta trommutímann hjá Guðmundi Steingrímssyni eða Papa Jazz sem var goðsögn í lifanda lífi en stundaði síðar nám hjá Gunnlaugi Briem. Birgir nam við tónlistarskóla FÍH á árunum 1993-1995 og hefur frá árinu 1998 starfað sem slagverkskennari og frá 2018 verið aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja.

Flutti til Eyja í upphafi árs 2010

Frá því að Birgir flutti hingað til Eyja í upphafi árs 2010 hefur hann heldur betur látið til sín taka í tónlistarlífi okkar Eyjamanna. Hann hefur tekið þátt í hinum frægu Eyjatónleikunum í Hörpu frá 2012 – 2023 og lék auk þess með Blítt og létt hópnum á fjölda tónleika á árunum 2009-2019. Nú um helgina fer fram tónlistarhátíðin Hljómey og er Birgir einn af stofnendum þeirrar hátíðar og er auk þess verkefnastjóri hennar. Áherslan þar á bæ er lögð á að fá hæfileikaríkt fólk víða að af landinu og sérstaklega að koma ungu eyjafólki á framfæri.

Komið að gerð fjögurra þjóðhátíðarlaga

Auk þessa hefur Birgir sinnt mörgum trúnaðarstörfum í tónlistinni og starfað með t.d. goslokanefnd, hefur setið í stjórn Leikfélags Vestmannaeyja og gegndi þar formennsku um tíma auk þess sem hann gengdi hlutverki hljómsveitarstjóra 2010-2013. Hjá Leikfélaginu tók hann þátt í uppfærslu á m.a. Konungi ljónanna, Mamma Mía, Banastuði, Grease og Rocky Horror sem vakti verðskuldaða athygli og var valin athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins árið 2023 og var sýnt á fjölum Þjóðleikhússins.

Að lokum má nefna að Birgir hefur komið að gerð fjögurra þjóðhátíðarlaga með hljómsveit sinni Landi og sonum, en það voru Í Dalnum, Vinátta, Brim og boðaföll og síðast en ekki síst það þjóðhátíðarlag sem allir landsmenn þekkja og raula með í hvert skipti sem það heyrist – Lífið er yndislegt.

Viðburðaríkt ár hjá Birgi

Árið 2024 verður viðburðaríkt ár hjá Birgi en þá mun þriðja sólóplata hans koma út sem ber nafnið “Eldur” þar sem hljóð úr náttúru Eyjanna skipa stóran sess. Fyrsta verk plötunnar, Whales Of Iceland/Hvalalagið, er þegar komið í dreifingu og hefur vakið verðskuldaða athygli. Þar eru í forgrunni hljóð hnúfubaka við Eyjarnar auk mjaldrasystranna Litlu gráar og Litlu hvítar.

Birgir er ófeiminn við að feta nýjar leiðir í sinni listsköpun með notkun hljóða úr náttúru Eyjanna. Í umsókn sinni vonast Birgir til að geta skapað einstök tónverk sem munu leiða hróður Vestmannaeyja um langan veg og vekja athygli á okkar einstöku náttúru og umhverfi. Framundan hjá Birgi eru áhugaverð  verkefni á vettvangi tónlistar og hefur hann það að markmiði að vinna að einstakri tónlist sem mun hafa djúp áhrif á listasögu og menningu Vestmannaeyja.

Það kom í hlut Njáls Ragnarssonar, formanns bæjarráðs að tilkynna um útnefninguna. Njáll óskaði fyrir hönd bæjarráðs Birgi innilega til hamingju með útnefninguna og sagðist hann hlakka til að fylgjast með listsköpun hans á árinu og í komandi framtíð.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 5 Tbl EF
5. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.