Sakfelldur fyrir kyn­ferðis­lega áreitni
18. maí, 2024
heradsdomur_sudurlands-2.jpg
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdóm­i Suður­lands.

Héraðsdóm­ur Suður­lands hef­ur sak­fellt Berg­vin Odds­son, fyrr­ver­andi formann Blindra­fé­lags Íslands, fyr­ir kyn­ferðis­lega áreitni gegn þrem­ur kon­um.

Brot­in áttu sér stað 7. júlí 2020, 1. júní 2021 og 20. júní 2022. Þau voru öll fram­in í Vest­manna­eyj­um. Berg­vin var dæmd­ur í sjö mánaða skil­orðsbundið fang­elsi.

Í fyrsta brotinu var Bergvini gefið að sök að strjúka konu utanklæða um brjóst og rass um nótt í herbergi á hosteli. Annar ákæruliðurinn varðaði brot sem át sér stað á ótilgreindum veitingastað þar sem honum var gefið að sök að strjúka konu um læri, og síðan slá hana að minnst kosti einu sinni í rassinn. Í þriðja málinu var hann ákærður fyrir að hafa strokið konu um rass utanklæða og síðan um kynfæri hennar innanklæða inni á salerni á sama veitingastað.

Eins og áður segir hlaut Bergvin sjö mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða konunum þremur miskabætur. Í fyrsta lagi 350 þúsund krónur, öðru lagi 500 þúsund krónur, og í þriðja lagi eina milljón króna. Þá er honum gert að greiða sakarkostnað málsins sem hleypur á rúmum fjórum milljónum króna.

Dóminn má lesa hér.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.