Óskar Axel Óskarsson kynnir ásamt unnustu sinni Jónu Dóru tækifæri á Norður Kýpur bæði leigueignir og fasteignir til sölu. Kynningarnar fara fram á Tanganum 2. hæð laugardaginn, 28. september.
Óskar er nafni og barnabarn Axel Ó skókaupmanns sem rak um árabil skóverslunina Axel Ó ásamt eiginkonu sinni Döddu (Sigurbjörgu Axelsdóttur). Áhugasamir eru hvattir til þess að hafa samband og taka frá tíma, lausir tímar frá kl. 14:00-20:00. Hægt er að gera það með því að senda sms í síma 866-6008 eða skilaboð í gegnum facebook síðuna okkar – Keyptu eða Leigðu á Kýpur.
„Við erum upp fyrir haus hugfangin af Norður Kýpur og bjóðum nú leigueignir og skoðunarferðir fyrir áhugasama um fasteignakaup á Kýpur. Kýpur er áfangastaður sem allir ættu að heimsækja en þessi litla eyja hefur uppá nóg að bjóða. Stórkostlegar strendur, ljúffeng matargerð, framandi kennileiti, vatnsíþróttir, skemmtanalíf, golf, hótel og fleira sem hægt er að njóta yfir daginn. Árið 2017 ákváðum við að fjárfesta í okkar fyrstu fasteign á Kýpur. Síðan þá höfum við ferðast um eyjuna, átt yndislegan tíma saman og kynnst mörgu áhugaverðu fólki. Það má segja að það sé algjört blóma tímabil núna á Norður Kýpur, mikil uppbygging, ódýrar eignir, óspillt náttúruna og glæsileg ný svæði,” sagði Axel.
Bjóða uppá skoðunarferðir
„Við höldum nú þriðju Íslendinga hópferðina okkar til Kýpur í október og þá fjórðu í nóvember þar sem við skoðum vandlega öll flottustu verkefnin, lærum allt um Kýpur og upplifum menninguna. Verkefnið vinnum við í samstarfi við Freedom, sem er hópur af Norðmönnum og Dönum sem hafa lengið stundað viðskipti á Kýpur. Þeir hafa miðla til okkar reynslu sinni og sérþekkingu á öllu tengdu fasteignum á Norður Kýpur og trúa því að slík kaup veiti frelsi,” bætti Axel við.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst