„Herjólfur flutti 75.489 farþega í júlí sem er 14.282 farþegum minna en fluttir voru í júlí árið áður. Fluttir hafa verið 257.638 farþegar fyrstu sjö mánuði ársins sem er rúmlega 3% fækkun frá árinu áður.“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net.
Hann segir jafnframt að töluverð fækkun hafi verið á farþegum eftir góða goslokahelgi. „Enda lék veðrið okkur grátt allan júlímánuð. Mjög góðir flutningar voru þá daga sem sólin skein en farþegum fækkaði töluvert þess á milli.
Átta ferða siglingaáætlun hófst 1. júlí og klárast núna 11. ágúst. Vel hefur gengið að sigla, tímaáætlanir staðist vel og viðskiptavinir almennt ánægðir með þessa þjónustuaukningu.“ segir Hörður Orri.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst