Vestmannaeyjaskipin Vestmannaey VE og Bergur VE komu bæði til heimahafnar með fullfermi til löndunar á mánudaginn. Rætt er við skipstjóra beggja skipa á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey lét vel af sér.
„Það verður ekki annað sagt en að veiðiferðin hafi gengið nokkuð vel. Að þessu sinni lögðum við mikla áherslu á ufsa og veður var þokkalegt allan tímann. Við byrjuðum veiðarnar í Reynisdýpinu og síðan var haldið á Kötlugrunn, Síðugrunn, á Ingólfshöfða og í Sláturhúsið,” segir Birgir Þór.
Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, var einnig sáttur við veiðiferðina. „Túrinn hjá okkur byrjaði ekkert alltof vel en krapavélin bilaði þegar búið var að taka þrjú hol og þá var haldið í land til að sækja varastykki og landað þeim 30 tonnum sem komin voru um borð. Síðan var haldið á Höfðann og þar fékkst ýsa. Eftir nokkurn tíma þar var straujað austur og þar fengum við vænan og góðan þorsk utan Fótar. Þetta var fyrsti túr skipsins eftir mánaðarlangt sumarstopp,” segir Jón.
Strax að löndun lokinni hófst fimm ára skoðun á skipunum en þá eru þau meðal annars þykktarmæld. Munu þau halda á ný til veiða í dag eða í kvöld.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.