ÞAÐ ER SPENNANDI AÐ VERA BRENNANDI
26. ágúst, 2024
LANDAKIRKJA
Aglowfundir eru haldnir í Safnaðarheimili Landakirkju.

Aglow konur hlakka til  að hittast aftur eftir sumarfrí. Fyrsti Aglowfundur  haustsins verður miðvikudagskvöldið  4. september kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Það verður gott að koma saman og við byrjum samveruna með hressingu og svo syngjum við og eigum samfélag saman.  Konur á öllum aldri eru sérstaklega velkomnar.  Við ætlum að fjalla um það hvaða gjafir við höfum til að bera. Mikilvægt er að uppgötva þær gjafir og hæfileika(talentur) sem Guð hefur skapað mig/þig með. Vanræktu ekki náðargjöfina sem þér var gefin 1. Tímóteusarbréf 4.14.

Fyrir hvað stendur Aglow ? Aglow hreyfingin snertir líf milljóna kvenna og karla um alla heim. Aglow hópur hefur starfað í Eyjum í þrjátíu og fjögur ár. Orðið Aglow þýðir að glóa eða brenna og er tekið úr Rómverjabréfinu 12.11 þar sem stendur; .. verið brennandi í andanum. Þjónið Drottni. Árið 1967  komu fjórar konur í Seattle í Bandaríkjunum saman og töluðu um þörfina á að styrkja konur úr mismunandi kirkjudeildum, biðja saman og ná til annarra kvenna. Aglow hópar eru starfandi í yfir 170 löndum á fjögur þúsund stöðum. Ég hef hitt konur frá öllum heimshornum á alþjóðlegum ráðstefnum Aglow.

Það sem vakti  áhuga minn var að sjá kraftmiklar konur tilbúnar að framganga með djörfung á framandi slóðum. Aglow hefur unnið gegn mansali, í fangelsum og meðal þurfandi kvenna víða. Mikil fræðsla um Islam og Ísrael og samskipti fólks, stöðu karla og kvenna. Karlahópar hafa risið upp sem og starf fyrir yngra fólk. Mikil áhersla er á að biðja fyrir nærumhverfi sínu og hafa konur hér farið reglulega í bænagöngu til að biðja fyrir Eyjum. Við höfum fund fyrsta  miðvikudagskvöld í mánuði, byrjum á hressingu og spjalli, síðan syngum við og svo er fræðsla eða frásögn. Stundum fáum við gesti á fundina.

Í Eyjum er starfandi bænahópur sem hittist vikulega meirihluta ársins. Margar okkar sem störfum í Aglow höfum fundið þar stað til að vaxa og styrkjast andlega í öruggu umhverfi. Þar finnum við fyrir kærleika Guðs. Við höfum séð konur snertar og læknast fyrir bæn. Aglowkonur í Eyjum hafa átt einstakt kærleikssamfélag og hefur verið yndslegt að finna einingu í Kristi og að það skiptir ekki máli hvaða kirkju við sækjum.

Á haustmánuðum hefur Aglow boðið upp á ráðstefnu/fræðsluhelgi og núna verður boðið upp á fræðslu og samfélag  27. – 28. september í Reykjavík. Aglow konur koma saman víðs vegar af landinu. Sjá https://aglow.is/<< Ráðstefnan er opin öllum konum og væri gaman að fjölmenna frá Eyjum. Það eru allar konur velkomnar á næsta Aglow fund í Eyjum. Þar munt þú kynnast hugrökkum konum og fá uppörvun og hvatningu. Þú munt öðlast tækifæri til að þroska og nýta þær gjafir sem Guð hefur þegar gefið þér. Ég hlakka til að sjá ykkur sem flestar.

Þóranna Margrét Sigurbergsdóttir, formaður Aglow Vestmannaeyjum.

Næstu Aglow fundir ; 4. september, 2. október, 6. nóvember og 4. desember sem er jólafundur.

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst