Laust fyrir klukkan níu í kvöld kallaði áhöfn skútunnar Venatura eftir aðstoð Lóðsins í Vestmannaeyjum. Venatura er skráður skemmtibátur samkvæmt vefnum Marine Traffic og siglir undir fána Bretlands. Skútan var stödd skammt norður af Heimaey þegar aðstoðarbeiðnin barst.
Lóðsinn kom svo með skútuna í togi til Vestmannaeyja á ellefta tímanum í kvöld, og tók Óskar Pétur Friðriksson meðfylgjandi myndir á bryggjunni í kvöld. Ekki náðist í hafnarstjórann í Eyjum við vinnslu fréttarinnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst