Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag til að sinna sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar var þyrlan kölluð til vegna bráðra veikinda.
Hann segir ennfremur í samtali við Eyjafréttir að vegna veðurs hafi ekki verið fært fyrir sjúkraflugvél, en stormur hefur verið í Eyjum síðustu klukkustundirnar. Ásgeir segir að sjúklingurinn hafi verið fluttur á Landspítalann.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst