Íslenska sjávarútvegssýningin var haldin í Smáranum í síðustu viku. Þetta var sérstök afmælissýning enda fjörutíu ár síðan IceFish var fyrst haldin. Sýningin var fyrst haldin árið 1984 og hefur þróast í fjölbreytta vöru- og þjónustusýningu sem tekur á öllum þáttum atvinnugreinarinnar. Eyjafréttir voru á staðnum og má sjá myndasyrpu Óskars Péturs frá sýningunni hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst