„Í september flutti Herjólfur 35.836 farþega sem eru 7% fleiri farþegar en fluttir voru í september í fyrra.“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs er hann var spurður um farþegafjölda ferjunnar í síðasta mánuði. Í september í fyrra voru farþegarnir 33.393 talsins.
Hann segir jafnframt að fyrstu níu mánuði ársins hafi Herjólfur flutt 380.429 farþega sem er tæplega 6.000 færri farþegar en fluttir voru á sama tíma árið 2023. Hér að neðan gefur að líta þróun farþegafjölda ferjunnar sl. þrjú ár.
Met ágústmánuður í farþegaflutningum – Eyjafréttir (eyjafrettir.is)
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst