Sverrir Bergmann, tónlistarmaður og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, hyggst gefa kost á sér í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Frá þessu er greint á fréttavefnum mbl.is þar sem haft er eftir Sverri að hann telji mikilvægt að fá fleira sveitarstjórnarfólk yfir í landsmálin. „Fá betri tengingu þar á milli,“ segir Sverrir, en hann brennur helst fyrir mennta- og menningarmálum.
Sverrir er ekki ókunnur Vestmannaeyjum og þá helst Þjóðhátíð. Hann hefur margsinnis komið fram á hátíðinni og tekið þátt í að syngja nokkur þjóðhátíðarlög í gegnum tíðina. Í gær var greint frá því að Víðir Reynisson muni leiða lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst