Það var glatt á Hjalla þegar kveikt var á Jóatrénu á Stakkagerðistúni í gær. Veðrið lék við nærstadda á meðan Lúðrasveit Vestmannaeyja lék létt jólalög og Litlu lærisveinar undir stjórn Kitty Kovács sungu.
Þá sögðu Erlingur Guðbjörnsson formaður framkvæmda- og hafnarráðs og Guðmundur Örn Jónsson prestur nokkur orð. Það kom svo í hlut Móniku Hrundar Friðriksdóttur að tendra ljósin á trénu.
Að sjálfsögðu litu jólasveinarnir við og einnig Trölli. Óskar Pétur Friðriksson tók meðfylgjandi myndir í gær.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst