Einsi Kaldi og hans fólk í jólagír
5. desember, 2024

,,Veturinn hefur farið ljómandi vel af stað hjá okkur,“ segir Einar Björn Árnason, matreiðslumeistari sem rekur veitingastaðinn Einsa Kalda ásamt veisluþjónustu sinni. „Við erum afskaplega þakklát fyrir hvað heimamenn eru duglegir að styðja við okkur og koma á veitingastaðinn, svo höfum við líka verið heppin með samgöngurnar hingað til sem hjálpar.“

Veisluþjónustan hefur einnig farið vel af stað og má segja að hún haldi rekstrinum gangandi yfir vetrartímann segir Einar. „Haustin eru oft sterk í veisluþjónustunni, sem er frábært. Við höfum verið með hvern stórviðburðinn á fætur öðrum eins og árshátíð Ísfélagsins og Vinnslustöðvarinnar, ásamt veislum út í bæ. Það er einnig margt framundan hjá okkur og svo förum við að detta í jólatörnina. Við verðum með stórt og metnaðarfullt jólahlaðborð laugardaginn 7. desember í samstarfi við strákana í Höllinni. Þá verðum við með góða gesti eins og Jónsa í Svörtum fötum, ásamt fleiru góðu Eyjafólki,“ segir Einar Björn.

Framundan á Einsa Kalda

„Það sem er framundan hjá okkur á veitingastaðnum er í rauninni bara jólatörnin. Við höfum byggt okkur gott orðspor fyrir jólaplattana okkar síðustu ár og ætlum við að halda í þá hefð. „Jólakvöld á Einsa Kalda“ verður því aftur í ár, þetta er einstaklega notalegt kvöld með góðu úrvali af fjölbreyttum mat. Við gerum allan okkar mat frá grunni og fólk finnur það. Við erum einnig að undirbúa jólakokteilana ásamt smörrebrauðum. Staðurinn er einstaklega notalegur yfir vetrartímann, dökkur og kósí og við erum ótrúlega heppin með starfsfólkið okkar.“

Nýr matseðill í janúar

Og áfram verður haldið á nýju ári. „Við erum með opið okkur fimmtudaga til sunnudaga og gerum við það í samráði við starfsfólkið, þau halda sinni vakt og eru svo í fríi mánudaga til miðvikudaga. Við ætlum svo að hafa opið á milli jóla og nýárs, og eftir það lokum við í smá tíma til að útbúa glænýjan matseðil. Þegar við erum ánægð með hann opnum við aftur í janúar, en þessir dagar eru ómetanlegir fyrir okkur til að fínpússa rétti, stilla verð og skipuleggja okkur í ró og næði,“ sagði Einar Björn að endingu.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.