Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í heimahöfn sl. mánudag og í kjölfar hans kom Vestmannaey VE einnig með fullfermi og landaði í gær. Afli skipanna var að mestu þorskur og ýsa. Rætt er við skipstjórana á heimasíðu Síldarvinnslunnnar í dag. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi, sagði að rólegt hefði verið framan af túrnum.
„Við byrjuðum á Pétursey og Vík. Síðan var haldið á Ingólfshöfðann. Þarna var ósköp rólegt og lítið að hafa. Þá færðum við okkur austar og byrjuðum í Hvalbakshallinu. Þar fékkst þorskur yfir nóttina og ýsa á 90 – 100 föðmum. Þarna vorum við í sólarhring en þá var það búið. Við drógum Hvalbakshallið norðureftir og fengum þorsk Utanfótar. Síðan var kastað í Litladýpi og haldið suðureftir. Þetta var ekki langur túr eða rúmir fjórir sólarhringar. Tveir sólarhringar fóru í stím og í rúma tvo vorum við að veiðum. Veðrið versnaði töluvert undir lok túrsins en þá var kominn norðan fræsingur,” sagði Ragnar. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, hafði svipaða sögu að segja og Ragnar.
„Við byrjuðum túrinn á Höfðanum og tókum þar tvö hol en það kom lítið út úr því. Þá var haldið austur á bóginn og veitt í Hvalbakshallinu, á Breiðdalsgrunni og í Berufjarðarál. Túrinn var síðan kláraður í Skarðsfjörunni. Veðurfarslega sluppum við þokkalega í þessum túr og það eru allir kátir um borð á þessu nýbyrjaða ári,” er haft eftir Birgi í fréttinni.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.