Fullt blað af áhugaverðu efni: Fyrsta tölublað Eyjafrétta þetta árið kemur út í dag, fimmtudag og er að venju stútfullt af áhugaverðu efni. Má þar nefna val á Eyjamanni ársins sem fékk ásamt þremur öðrum Fréttapýramídann 2024. Ekki er síður áhugaverð úttekt á stórmerku starfi Ingibergs Óskarssonar, 1973 – Allir í bátana.
Þá er athyglisverð fréttaskýring á fjölda sjúkrafluga á síðasta ári. Eyjafólkið er þau sem þóttu skara fram úr hjá ÍBV á síðasta ári. Handboltakonurnar Sandra Erlingsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir reka fyrirtæki sem sérhæfir sig í næringarþjálfun og hefur það að markmiði að bæta samband fólks við mat og styðja það í átt að bættri heilsu og vellíðan.
Í frétt segir að Hafrannsóknastofnun telji óhætt að veiða allt að 59.000 tonn af rauðátu á ári og hefur gefið út kvóta í samræmi við það. Gildruveiðar á bolfisk hefjast við Vestmannaeyjar á þessu ári sem er mjög áhugavert verkefni.
Forsíða: Íris bæjarstjóri, Ingibergur og Valmundur formaður Sjómannasabandsins við athöfn í Eldheimum þegar Ingibergur var heiðraður. Mynd Óskar Pétur.
Hér geta áskrifendur skoðað blaðið.
Hér er hægt að gerast áskrifandi.
Einnig er blaðið selt í lausasölu á Kletti og í Tvistinum.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.