Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir gamanleikritið Beint í æð eftir Ray Cooney í kvöld klukkan 20:00. Leikfélagið hefur unnið hörðum höndum að uppsetningu verksins og lofar áhorfendum skemmtilegri kvöldstund. Verkið hefur slegið í gegn á alþjóðavísu og dregur áhorfendur inn í hraða og skemmtilega atburðarás.
Önnur sýning verður laugardaginn n.k. kl 20.
Miðasölusíminn er opinn milli 16-18 í síma 852-1940.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst