Blíðviðri og markaðssetning skilar fleiri farþegum
2. júní, 2025
farthegar_herj_20250511_120514
Hluti þeirra farþega sem ferðuðust með Herjólfi í maí. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Það er óhætt að segja að sumarið hafi farið vel af stað hjá Herjólfsfólki. Flutningar hafa aldrei verið eins miklir í maímánuði og breytir þá engu hvort horft er í flutning á farþegum, bílum eða þungaflutningum.

„Maímánuður hefur verið mjög góður undanfarin þrjú ár“ segir Ólafur Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóri Herjólfs í stuttu spjalli við blaðamann Eyjafrétta og heldur áfram.

Met í þungaflutningum einnig

„Loksins komumst við í gegnum 50 þúsund farþega múrinn og bættum þar með þriggja ára gamalt met um tæplega fjögur þúsund farþega. Bílarnir fóru í fyrsta sinn yfir 14.000, en alls flutti Herjólfur 14.064 bíla í mánuðinum og þungaflutningar hafa aldrei verið eins miklir í einum mánuði, en alls flutti Herjólfur 837 vagna og flutningabíla.“

Aðspurður segir Ólafur skýringuna fyrst og fremst liggja í tvennu, annars vegar í einstöku blíðviðri í maí og hins vegar góðri markaðssetningu undanfarin ár bæði hjá Herjólfi og Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja sem og annara ferðaþjónustuaðila í Eyjum sem hefur sannarlega verið að skila sér.

„Við sjáum það mjög glögglega í farþegatölunum hjá okkur að þegar átak hófst í markaðssetningu fyrir nokkrum árum á Vestmannaeyjum sem spennandi áfangastað ferðamanna fóru farþegatölur að rísa. Við höfum því ákveðið að gefa enn frekar í eins og sjá má samfélagsmiðlunum okkar, þar sem fylgjendur okkar skipta þúsundum.“

Betri bókunarstaða

Aðspurður um útlitið fyrir sumarið kveðst Ólafur vera bjartsýnn. „Bókunarstaðan er betri en á sama tíma í fyrra fyrir næstu vikur og mánuði, en við vitum líka að veðrið er stóri áhrifaþátturinn og það er ekki alveg að vinna með okkur svona fyrstu dagana í júní. En að sjálfsögðu stefnum við að nýju meti í júní segir Ólafur að lokum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.