Það má með sanni segja að heppnin hafi verið með ungum fjölskylduföður sem hreppti 3-faldan al-íslenskan 3. vinning í Vikinglotto í gærkvöldi – vinning upp á rúmar 4,8 milljónir króna.
Dagurinn hófst ekki vel: bíll fjölskyldunnar var á verkstæði og símtal frá þeim staðfesti versta ótta – bíllinn þurfti nýja vél. „Ég sagði í hálfkæringi að nú þyrfti ég bara að vinna í lottó,“ sagði miðahafinn og ákvað að kaupa sér miða í Vikinglotto.
Og það reyndist heldur betur rétt ákvörðun – miðinn var vinningsmiði!
Fjölskyldan ætlar að nota vinninginn til að redda bílnum, lækka skuldir og gleðja börnin með einhverju fallegu – hugsanlega nýjum hjólum, segir í tilkynningu frá Íslenskri Getspá.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst