Lokahóf meistaraflokka ÍBV í fótbolta var haldið í gærkvöld. Þar var mikið um dýrðir og einstaklega góð stemning. Óskar Jósúa fór með veislustjórn og matur kvöldsins var í höndum Einsa Kalda. Það má með sanni segja að lokahóf knattspyrnudeildar hafi verið einstaklega skemmtilegt enda miklu að fagna.
Veitt voru verðlaun fyrir árangur sumarsins en það voru þau Alex Freyr Hilmarsson og Olga Sevcova sem voru valin bestu leikmenn meistaraflokkana. Kristín Klara Óskarsdóttir og Þorlákur Breki Baxter fengu fréttabikarana, sem efnilegustu leikmenn ÍBV. Guðný Geirsdóttir og Felix Örn Friðriksson voru einnig heiðruð, Guðný fyrir 100 leiki fyrir ÍBV og Felix Örn fyrir 200 leiki. Þá lagði Jón Ingason skóna á hilluna og var honum þakkað fyrir sitt framlag til félagsins.
Hér að neðan má sjá verðlaunahafa og myndir frá kvöldinu.
Meistaraflokkur kvenna:
Besti leikmaðurinn: Olga Sevcova
ÍBV-ari: Allison Grace Lowrey
Markahæsti leikmaðurinn: Allison Grace Lowrey
Fréttabikarinn/efnilegasti leikmaðurinn: Kristín Klara Óskarsdóttir

Meistaraflokkur karla:
Besti leikmaðurinn: Alex Freyr Hilmarsson
ÍBV-ari: Jörgen Petterson
Markahæsti leikmaðurinn: Hermann Þór Ragnarsson
Fréttabikarinn/efnilegasti leikmaðurinn: Þorlákur Breki Baxter

2. flokkur kvenna
Besti leikmaðurinn: Embla Harðardóttir
ÍBV-ari: Erna Sólveig Davíðsdóttir
Mestu framfarir: Madgalena Jónasdóttir

2. flokkur karla
Besti leikmaðurinn: Alexander Örn Friðriksson
ÍBV-ari: Gabríel Þór Harðarson
Mestu framfarir: Sigurður Valur Sigursveinsson























Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst