Bikarkeppni kvenna í handbolta hefst í kvöld með fimm leikjum. ÍBV sækir Gróttu heim í Hertz-höllina. Flautað verður til leiks klukkan 18:00 og má búast við hörkuleik.
Grótta hefur byrjað tímabilið vel í Grill 66 deildinni og er með ungt og efnilegt lið sem leikur hraðan bolta. Liðið er í öðru sæti Grill-deildarinnar. Eyjakonur hafa hins vegar verið að festa sig í sessi í Olís-deildinni og sýnt góða baráttu í undanförnum leikjum. Liðið er í fjórða sæti Olísdeildarinnar.
Grótta komst í undanúrslit bikarsins í fyrra en ÍBV datt út í 8-liða úrslitum. Sigurliðið tryggir sér sæti í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst