Eyjamaðurinn Tómas Bent Magnússon skoraði sitt fyrsta mark fyrir skoska úrvalsdeildarliðið Hearts þegar þeir sigruðu Dundee í gær. Tómas kom inn á sem varamaður þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum. Hann innsiglaði 4-0 sigur Hearts 11 mínútum fyrir leikslok. Hearts er á toppi Skosku úrvalsdeildarinnar með 29 stig eftir 11 umferðir og eru með 9 stiga forskot á ríkjandi meistara Celtic, sem eiga þó leik til góða.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst