Kvennalið ÍBV í handbolta unnu eins marks sigur á Fram, 33:34 í sjöundu umferð Olís deildar kvenna í Lambhagahöllinni í kvöld. Fram konur voru yfir framan af í leiknum en Eyjakonur sneru taflinu við og voru sex mörkum yfir í hálfleik, 20:14.
Eyjakonur voru með yfirhöndina í síðari hálfleik og virtust ætla að sigla sigrinum nokkuð örugglega heim. Framkonur hins vegar jöfnuðu skömmu fyrir leikslok í 33:33. Sandra Erlingsdóttir tryggði Eyjakonum sigurinn á síðustu mínútu leiksins þegar hún skoraði af vítapunktinum. Lokatölur leiksins 33:34. Eftir sjö umferðir er ÍBV í 2. sæti með 10 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Vals. Fram er í 6. sæti með 5 stig.
Sandra Erlingsdóttir var markahæst í leiknum með 12 mörk. Amalia Frøland var með 13 skot varin.
Mörk ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 12 mörk, Birna Berg Haraldsdóttir 10, Birna María Unnarsdóttir 3, Ásdís Halla Hjarðar 3, Agnes Lilja Styrmisdóttir 2, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 2, Ásta Björt Júlíusdóttir 1, Amelía Dís Einarsdóttir 1.
ÍBV fær KA/Þór í heimsókn laugardaginn 8. nóvember kl. 14:00.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst