Eyjamennirnir Hermann Hreiðarsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Ian Jeffs og Jonathan Glenn sem allir hafa spilað og þjálfað ÍBV, eru komnir í ný og spennandi þjálfarastörf.
Hermann Hreiðarsson, sem þjálfaði ÍBV frá 2022 til 2024, tók nýverið við þjálfun Vals í Bestu deild karla, eftir að hafa stýrt HK í Lengjudeild karla eitt tímabil. HK fór alla leið í úrslitaleikinn um sæti í efstu deild, en laut í lægra haldi fyrir Keflavík.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson tók við HK af Hermanni. Hann hafði þjálfað Njarðvík frá því um mitt tímabil 2023, þegar liðið var í harðri fallbaráttu í Lengjudeildinni. Á síðasta tímabili endaði Njarðvík í 6. sæti og á nýliðnu tímabili komst liðið í úrslitakeppnina, en tapaði fyrir Keflavík í undanúrslitum.
Ian Jeffs tók við kvennaliði Breiðabliks, eftir að hafa þjálfað karlalið Hauka undanfarin tvö ár í 2. deild, og þar á undan karlalið Þróttar. Ian stýrði kvennaliði ÍBV frá 2015 til 2019 og vann gott starf á þeim tíma.
Jonathan Glenn tók svo við kvennaliði Selfoss, en þær leika í Lengjudeild kvenna á næsta tímabili eftir að hafa sigrað 2. deild kvenna í ár. Glenn stýrði síðast kvennalið Keflavíkur í tvö tímabil árin 2023 og 2024. Hann þjálfaði kvennalið ÍBV árið 2022, þar sem liðið endaði í 6. sæti undir hans stjórn í Bestu deild kvenna.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst