Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu tryggðu sér 2. sæti í F-riðli og þar með sæti í umspili Heimsmeistaramótsins í fótbolta árið 2026 eftir dramatískan sigur á Ungverjum í dag.
Ungverjar byrjuðu leikinn betur og komust yfir eftir aðeins þrjár mínútur. Troy Parrot jafnaði leikinn fyrir Írland úr vítaspyrnu á 15. mínútu. Ungverjar komust aftur yfir á 37. mínútu. Staðan 2-1 í hálfleik.
Troy Parrot var aftur á ferðinni á 80. mínútu og jafnaði þar með leikinn. Ungverjum dugði jafntefli en Írar þurftu á sigri á halda. Troy Parrot fullkomnaði þrennu sína á 96. mínútu leiksins og tryggði Írum 2-3 útisigur og þar með sem sæti í umspilinu. Sá hinn sami og gerði bæði mörk Írlands í frábærum sigri á Portúgal. Hann er því með fimm mörk í þessum tveimur síðustu, mikilvægu, leikjum Íra. Portúgal sem leikur í sama riðli tryggði sig inn á HM í dag með 6-1 sigri á Armeníu.
Eftir leik brutust út mikil fagnaðarlæti enda frábær árangur hjá Heimi og strákunum hans. Dregið verður í umspili Heimsmeistarmótsins næsta fimmtudag.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst