Viljum skapa gleði og góðar minningar 
26. desember, 2025
Börn Þóru Magnúsdóttur, Dídíar heitinnar afhentu á dögunum samtökunum rausnarlega peningagjöf í minningu móður sinnar.

Hollvinasamtök Hraunbúða hafa frá árinu 2017 verið ómetanlegur bakhjarl heimilisins. Markmið félagsins er skýrt: að efla lífsgæði heimilisfólks, skapa gleði og brjóta upp hversdagsleikann. Halldóra Kristín Ágústsdóttir er formaður samtakanna.  

„Við stofnuðum samtökin 16. febrúar árið 2017.  Upphafið var nú þannig að afi minn hafði komið inn á heimilið í hvíldarinnlögn, hann var ekki nógu ánægður og mér fannst herbergið sem hann var í svo kuldalegt og stofnanalegt. Þetta sat í mér og seinna spurði ég þau upp á Hraunbúðum hvort ég mætti fara í yfirhalningu á þessum 2 hvíldarherbergjum, ég fékk fyrirtæki úr eyjum með mér, málaði, breytti  og gerði herbergin hlýlegri. Eftir þetta kom Sólrún Gunnarsdóttir, (þáverandi deildarstjóri á Hraunbúðum) að máli við mig og kom með þessa uppástungu, að stofna Hollvinasamtök Hraunbúða. 

Á þessum tíma var amma mín, Halldóra Kristín Björnsdóttir íbúi á heimilinu og fékk ég Dadda (Bjarna Ólaf Guðmundsson), Mara pípara, Kristínu Magnúsdóttur, Sólveig Adolfsdóttur, Inga Sig og Klöru Tryggva með okkur og stofnuðum samtökin, einhverjar mannabreytingar hafi orðið síðan,“ segir Dóra aðspurð um upphaf samtakanna og þeirra helstu áherslur. 

Áherslur breytast 

Hún segir áherslurnar hafa aðeins breyst á þessum árum sem félagið hafi starfað.  

„Þegar við byrjuðum vorum við meira í að kaupa tæki inn á heimilið eins og hjólastóla, loftdýnur, hjartalínurita, lífsmarkamælir, öryggishnappa og svo mætti lengi telja. 

Við ákváðum svo að reyna að einbeita okkur meira af því að auka lífsgæði heimilisfólks með því að brjóta upp hversdagsleikann, vera með skemmtilegar uppákomur og upplifanir. Okkur finnst í raun að HSU eigi að sjá um að skaffa heimilinu nauðsynleg tæki og tól þó við séum auðvitað alltaf til viðræðu ef eitthvað vantar. Við gáfum t.d. 98” sjónvarp til heimilisins í þarsíðustu viku.“ 

Dóra segir enn fremur að félagið bjóði einnig upp á nokkra árlega viðburði. „Má þar nefna vorhátíð, konukvöld, páskabingó, þrettándakaffi og jólatónleika. Ýmislegt er svo gert annað slagið eins og að bjóða heimilisfólki í kaffihúsaferð, allskonar tónlistarviðburði, út að borða og bíltúra. 

Við reynum að styrkja Sonju í sinu starfi, það er ómetanlegt að hafa hana á heimilinu og hún er að gera virkilega góða hluti. Við fengum Láru Skærings í lið með okkur og hún kemur á tveggja vikna fresti og býður upp á stóla yoga. Við höfum einnig innréttað aðstandendaherbergið og hvíldarherbergið.”

Styrkir og samfélagsstuðningur 

Spurð út í hvernig gangi að afla tekna fyrir félagið segir hún að þau hafi verið einstaklega heppin með það hversu margir hafa sýnt félaginu hlýhug og styrkt það. „Við erum með um 150 reglulega styrktaraðila en meirihluti okkar tekna kemur frá öðrum styrkjum. Oft frá fjölskyldum heimilisfólks á Hraunbúðum sem vill heiðra minningu þeirra eftir andlát.  

Einnig höfum við fengið styrki frá Ísfélaginu, Vestmannaeyjahlaupinu, Vosbúð, kótilettukvöldinu, Suðureyjafélaginu og ótal mörgum öðrum. Við erum óendanlega þakklát fyrir þennan hlýhug og reynum að nýta peninganna til góðra verka. Öll okkar vinna er unnin í sjálfboðastarfi og allt styrktarfé rennur beint í starfið. 

Mig langar að nýta tækifærið og benda á að þeir sem vilja gerast styrktaraðilar geta sent skilaboð á facebook síðu Hollvinasamtakana, sent tölvupóst á hallda78@gmail.com, eða hringt í 8611105. Ársgjaldið er 3000 krónur.” 

Gleðistundir sem lifa 

Aðspurð hvað standi upp úr í starfinu segir Dóra að í þeirra starfi reyni þau að skapa aðstæður þar sem heimilisfólk og aðstandendur koma saman og skapa góðar minningar.  

„Fólkið okkar á Hraunbúðum kemur þangað á lokaskeiði lífsins og við erum þakklát fyrir að hafa átt þátt í því að búa til þessar gæðastundir. Það er eitt það mikilvægasta í okkar starfi að mínu mati. Við höfum lagt mikið upp úr vorhátíðinni og konukvöldinu, bjóðum t.d. upp á flott söngatriði, góðan mat og lukkunúmer með flottum vinningum sem fyrirtæki í bænum styrkja okkur með. 

Á vorhátíðinni erum við með eitthvað skemmtilegt fyrir krakka eins og leiki, andlitsmálningu og þess háttar. Á konukvöldunum höfum við fengið fyrirtæki í lið með okkur sem koma með vörur upp á Hraunbúðir svo heimilisfólk getur “farið í bæinn”, skoðað og jafnvel keypt eitthvað fallegt. Þetta hefur verið mjög vinsælt, sérstaklega hjá konunum á heimilinu sem eru þakklátar fyrir þetta framtak.“

Ásta og Helga Dís frá Vosbúð ásamt
Dóru en Vosbúð hefur styrkt samtökin undanfarin ár.

Viðurkenning og hvatning 

Í fyrra fengu samtökin sérstaka viðurkenningu frá Öldrunarráði Íslands fyrir framúrskarandi starf í þágu aldraðra. „Við erum virkilega stolt af henni,“ segir formaðurinn. „Það var mikill heiður og hvatning til að halda áfram.“ 

Hvernig sjáið þið fyrir ykkur næsta ár? 

Okkur langar að bæta í og gera betur því það má nefnilega alltaf gera betur og ég sé fyrir mér að fá fleiri með okkur í daglegt starf. Einhvern sem getur komið í boði okkar 1 eða 2 sinnum í viku og boðið upp á afþreyingu fyrir heimilisfólkið. 

Mér er minnisstætt þegar ég tók spjall við heimilisfólk fyrir nokkrum árum að þá sagði ein yndisleg kona að dagurinn væri bara endalaus bið, bið eftir að komast í kaffi, hádegismat, kvöldmat og þess háttar og svo væri hún bara að láta sér leiðast inn á herbergi þess á milli. Það hefur mikið lagast með tilkomu Sonju sem er með frábært starf en það er bara hluta af deginum og það væri frábært að geta stutt hana frekar og bætt við afþreyingu inn á heimilið.  

Við tökum fagnandi ábendingum frá fólki og ef einhver þarna úti er með hugmynd eða væri til í að koma inn á heimilið t.d. föndur, sýningu á gömlum myndum eða myndbandsupptökum frá eyjum eða söng, þá værum við þakklát. 

Aðalfundur framundan 

Aðalfundur Hollvinasamtakanna verður haldinn 25. janúar. „Mig langar að óska eftir fólki til að koma með okkur í starfið. Við erum sjö í stjórninni eins og er og viljum endilega fá fleiri aðila í þetta með okkur. Við erum með nokkra viðburði á ári og þetta er svo dásamlegt og gefandi og engin binding, ef aðilar eru ekki á staðnum reddum við því.  

Að lokum langar mig fyrir hönd okkar í Hollvinasamtökunum að þakka innilega allan þann hlýhug sem okkur hefur verið sýndur með styrkjum frá samfélaginu. Það væri ekki hægt að gera þetta án ykkar,” segir Halldóra Kristín Ágústsdóttir, formaður að lokum. 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF 12 Tbl Forsidan
12. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.