Söguleg önn og öflugt skólastarf
26. desember, 2025
Thelma: Alls stunduðu yfir 270 nemendur nám við skólann á önninni, á fjölbreyttum námsleiðum og í ólíkum áföngum.

FÍV hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2025 – Áhersla var lögð á vellíðan og samfélagslega ábyrgð

„Haustönnin sem nú er að ljúka var ein af þessum önnum sem maður finnur í maganum að hafi verið öflug, með krafti í nemendum og miklu lífi í skólanum, bæði í kennslustundum og utan þeirra,“ sagði Thelma Björk Gísladóttir, aðstoðarskólameistari Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum í ræðu sinni við útskrift skólans föstudaginn 19. desember sl..

Thelma sagði að haustönnin hafi verið bæði viðburðaríka og kraftmikla. Alls stunduðu yfir 270 nemendur nám við skólann á önninni, á fjölbreyttum námsleiðum og í ólíkum áföngum. Skólastarfið einkenndist af fjölbreytni, metnaði og sterkri samkennd innan skólans.

Stærstu tíðindin á önninni eru að FÍV hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2025. Thelma sagði  viðurkenninguna mikilvæga fyrir skólann og samfélagið í heild sinni líka  fyrir nemendur, starfsfólk, foreldra nemenda og samstarfsaðila. Verðlaunin staðfesti faglegt og nýstárlegt starf sem fram fer í skólanum og séu jafnframt hvatning til áframhaldandi þróunar náms og kennslu.

 

Útskriftarnemar á palli. Sköpun og miðlun blómstruðu á önninni að mati Thelmu. Myndir Óskar Pétur.

Félagslíf nemenda var að sögn Thelmu öflugt á önninni. Í upphafi hausts var haldinn nýnemadagur þar sem kosningar í Nemendafélagið fóru fram, auk þess sem nýnemaball var haldið í sal skólans. Þá hafi viðburðir á borð við FÍV Cup, softball-mót og spilakvöld félagsins sett skemmtilegan svip á skólastarfið og styrktu skólabrag.

Áhersla var lögð á vellíðan og samfélagslega ábyrgð, meðal annars með þátttöku í Gulurm september og Bleikum október. Slík verkefni undirstriki að hlutverk skólans snýst ekki eingöngu um nám heldur einnig um gildi, forvarnir og samstöðu.

Skólabragurinn var einnig í fyrirrúmi þegar starfsfólk skólans skreytti hann í hrekkjavökustíl í lok október og kom nemendum á óvart. Uppákoman vakti mikla gleði og sýndi mikilvægi þess að skóli sé hlýr og lifandi vettvangur.

Sköpun og erlent samstarf

Sköpun og miðlun blómstruðu á önninni að mati Thelmu. Nemendur í myndlist unnu fjölbreytt verkefni og ritstjórn skólablaðsins FÍVan gaf út glæsilegt blað í annarlok. Þá hafi Gettu betur-hópur skólans æft af krafti og keppir í janúar, verkefni sem eflir samvinnu, seiglu og metnað nemenda.

Erlent samstarf setti einnig sterkan svip á önnina. Í september tók skólinn á móti nemendum og kennurum frá Ítalíu og Spáni í tengslum við verkefni um vatnsfótspor og umhverfismál. Í nóvember tóku nemendur og kennarar þátt í Erasmus-verkefni í Pisa þar sem unnið var með loftslagsmál og sjálfbærni. Þá fóru nemendur í dönsku áfanga í námsferð til Kaupmannahafnar og hópur nemenda tók þátt í árlegri göngu yfir Fimmvörðuháls.

Útskriftarnemendur sem nú ljúka námi við skólann eru fjölbreyttur hópur sem hefur farið ólíkar leiðir, en sameiginlegt þeim öllum er seigla, metnaður og ábyrgð. „Þið standið hér í dag vegna þess að þið gáfust ekki upp, sýnduð seiglu og létuð verkin tala – og þið eigið fyllilega skilið að vera stolt af afrekum ykkar,“ sagði Thelma Björk að lokum.

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF 12 Tbl Forsidan
12. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.