Þær eru æði sérstakar og magnaðar myndirnar sem Halldór B. Halldórsson, myndasmiður náði af dalalæðunni sem lá yfir Eyjunum í morgun. „Ég náði þessum myndum rétt áður en að allt hvarf í þoku,” segir Halldór í samtali við Eyjafréttir en glugginn var ekki langur sem Halldór hafði.
Á vef Wikipedia segir að Dalalæða (eining nefnd kerlingarvella, útgeislunarþoka eða næturþoka) sé þoka, sem myndast á kyrrum nóttum eftir hlýjan sólskinsdag, en er varla meira en mittisdjúp. Neðsta loftlagið kólnar niður fyrir daggarmark vegna útgeislunar og myndar þokuslæðu nálægt yfirborðinu. Sumstaðar á landinu er dalalæðan nefnd kerlingarlæða, láreykur og völsavilla.
Fleiri myndir Halldórs má sjá hér að neðan.































Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst