Skipuleggjendur Hljómeyjar tilkynntu í gær fyrsta listamann hátíðarinnar 2026 og er það enginn annar en poppstjarna Íslands, Páll Óskar Hjálmtýsson.
Páll Óskar mun stíga á svið á Hljómey þann 24. apríl næstkomandi og lofar góðu stuði. Í tilkynningu frá Hljómey kemur fram að mikil tilhlökkun sé fyrir hátíðinni og að Páll Óskar sé sannkölluð hittaramaskína sem hafi um árabil sjarmerað þjóðina upp úr skónum.
Skipuleggjendur hátíðarinnar segjast full tilhlökkunnar og boða uppákomur og breytingar í ár sem vonast er til að gleðji gesti.
Frekari upplýsingar um dagskrá Hljómeyjar 2026 verða kynntar síðar.
Hátíðin hefur tekist afar vel til síðustu ár svo von er á hátíðin verði ekkert síðri í ár.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst