Íbúar Vestmannaeyja vita að við búum á fallegasta staðnum sem finnanlegur er í þessum vindbarða heimi. Sigurgeir Jónasson ljósmyndari hefur tekið 3-4 milljónir ljósmynda af eyjum og ótrúlegum fjölda þeirra sem þar búa og hafa búið undanfarna áratugi. Í tilefni sumarkomunnar er boðið upp á ferð um eyjar, ferð sem sýnir kunnuglega staði frá óvenjulegu eða jafnvel óþekkjanlegu sjónarhorni. Þetta er getraun þar sem fjölskyldan getur spreytt sig á að geta sér til um hvaða furðusjónarhorn af eyjunum blasir við augum á myndunum hér fyrir neðan.
Þeir sem vilja senda inn ráðningar, eða hrósa eða skamma okkur fyrir uppátækið, eru vinsamlegast beðnir um að senda á netfangið kari @vestmannaeyjar.is eða hringja í síma 4882040/ 8929286. Hinn 1. maí munum við birta á sama stað ráðningarnar.
Með sumarkveðjum og von um að þessi litli leikur okkar opni enn betur augun fyrir duldum töfrum eyjanna sem allstaðar blasa við. Ef þið þekkið engan af þessum stöðum ráðleggjum við ykkur að fara út að ganga – með augun opin!
Sumarkveðju úr Safnahúsi.






















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.