Heldur þykir ritstjóra sérkennileg sú ákvörðun kjördæmisþings Samfylkingarinnar um síðustu helgi að munstra í fjórða sæti listans Guðnýju Hrund Karlsdóttur úr Reykjanesbæ. Opinber ástæða þess að kjördæmisþingið tekur svona fram fyrir hendurnar á þeim sem grunlausir gengu til prófkjörs er sú að sá frambjóðandi sem lenti í 4. sæti í prófkjörinu hefur horfið til annarra starfa. �?essi aðgerð lýsir þó frekar vantrausti á þá sem næstir komu í prófkjörinu, því eðlilegast hefði verið að þeir hefðu færst upp listann.
Í stað þess er kölluð inn manneskja sem ekki bauð sig fram, ekkert hefur haft sig í frammi í tengslum við prófkjörið og er væntanlega alls ókunn flestum þeim sem þó kusu í prófkjörinu. Maður veltir fyrir sér hverjar voru raunverulegar ástæður fyrir þessum gjörningi. Varla hefur það verið skortur á frambjóðendum af Reykjanesinu, því í 7. sæti í prófkjörinu varð Jenný �?órkatla Magnúsdóttir úr Reykjanesbæ. Hún færðist upp í 6. sæti við að Jón Gunnarsson gekk úr skaftinu og hefði nú með réttu átt að færast upp í það fimmta.
�?að er þá kannski að Samfylkingarmönnum hafi þótt hlutur �?Eyjamanna�? helst til mikill, því í efstu fjórum sætunum hefðu þannig átt að verða þrír frambjóðendur sem titla sig Eyjamenn, þó aðeins sé einn þeirra búsettur í Eyjum og eigi þar hagsmuna að gæta.
�?eim hlýtur að svíða þessi framkoma sem lögðu í mikla vinnu og mikinn kostnað til að ná árangri í þessu prófkjöri Samfylkingarinnar þegar inn á listann kemur manneskja sem engan áhuga hafði á að taka þátt í prófkjörinu, ekkert lagði á sig til að vinna sér sæti á listanum en er greinilega talin frambærilegri en þær góðu konur sem náðu verðskulduðum árangri en njóta ekki náðar flokkseigendafélagsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst