Tveir einstaklingar búsettir í Vestmannaeyjum greindust með staðfest smit af COVID-19 í gær en þeir voru báðir í sóttkví. Eru því samtals fjórir í einangrun og 78 í sóttkví. Einn einstaklingur hefur lokið sóttkví.
Aðgerðastjórn beinir þeim tilmælum til bæjarbúa að gæta vel að eigin smitvörnum og fara eftir fyrirmælum stjórnvalda um sóttvarnir í einu og öllu. Má þar helst nefna tveggja metra regluna. Með því er hægt að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar í okkar samfélagi.
Einstaklingum með flensueinkenni er bent á að hafa samband við heilsugæsluna i síma 432-2500 á milli klukkan átta og fjögur en utan þess tíma skal hafa samband við læknavaktina í síma 1700 til að fá tíma í sýnatöku.
F.h. aðgerðastjórnar,
Arndís Bára Ingimarsdóttir, aðgerðastjóri.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.