Það var gleði dagur hjá starfsfólk Sea life trust í gær þar sem 11 lundapysjum og tveimur fullorðnum lundum var sleppt út í náttúruna eftir vetursetu á safninu. Allir fuglarnir eiga það sameiginlegt að hafa ekki náð fullri heilsu síðasta haust ýmist vegna meiðsla eða eftir að hafa orðið olíumengun að bráð. Jessica Whiton sýningarstjóri á safninu sagði í samtali við Eyjafréttir að ferlið hafi gengið vel. “Fullorðnu fuglarnir fóru strax af stað og voru frelsinu fegnir. Það var allan tíman ákveðið að pysjurnar ættu sjálfar að taka ákvörðun um að fara. Því vonuðumst við til þess að þær færu á eftir lundunum.” Jessica segir að í fyrstu hafi pysjurnar leitað upp brekkuna til starfsfólksins þannig að þau brugðu á það ráð að færa sig neðar nær brúninni. “Allt í allt tók þetta klukkutíma að fá þær til að tínast út á hafa eina og eina þær voru í smá tíma að safna kjarki í að láta vaða. Við sáum síðan að þær hópuðu sig saman úti á sjó.” Jessica segir nægt æti að hafa í sjónum og telur líkur fuglana góðar. Til stendur að sleppa öðrum hópi á næstu vikum. Allar pysjurnar voru merktar áður en þær héldu haf út.
Óskar Pétur var með í för og tók þessar skemmtilegu myndir.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.