Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis sendi nú rétt í þessu frá sér ályktun þar sem fram kemur að hörmuð er sú staða sem upp er komin í kjördæminu þar segir enn fremur að ekki standi til að dvelja við það sem liðið er.
Ályktun Miðflokksfélags Suðurkjördæmis má lesa hér að neðan.
Miðflokksfélag Suðurkjördæmis harmar þá stöðu sem upp er komin í kjördæminu. Stjórnin er einhuga um að dvelja ekki við það sem liðið er, heldur horfa til framtíðar. Miðflokkurinn býr yfir dýrmætum mannauði, öflugu og einhuga fólki sem hefur verið og er tilbúið að leggja mikið á sig til að vinna að framgangi stefnu og málefnum flokksins.
Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst