Ljósleiðaramál í Vestmannaeyjum voru til umræðu í vikunni. Lögð voru fram drög að gjaldskrá fyrir notkun ljósleiðara í dreifbýli sem bæjarráð þarf að samþykkja. Jafnframt ræddi bæjarráð stofnun einkahlutafélags um ljósleiðaravæðingu í þéttbýli og þau hagnýtu atriði sem þurfa að liggja fyrir við stofnsetningu slíks félags, þ.e. að skipa stjórn félagsins, framkvæmdastjóra, ákveða heiti þess, skipa endurskoðanda, ákveða hlutafé og tilgang félagsins. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að gjaldskrá fyrir ljósleiðara í dreifbýli.
Jafnframt samþykkir bæjarráð stofnsetningu nýs einkahlutafélags um ljósleiðaravæðingu í þéttbýli og að hlutafé félagsins verði 500.000 kr. Þriggja manna stjórn og varastjórn félagsins verður skipuð bæjarfulltrúum á næstu dögum. Tilgangur félagsins er að leggja ljósleiðara að hverju heimili í Vestmannaeyjum í mögulegu samstarfi við einkaaðila sem sýnt hafa áhuga á slíku. Komi til þess verður skoðað að fjölga fulltrúum í stjórn til samræmis. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ljúka við stofnun félagsins í samráði við framkvæmdastjóra og umverfis- og framkvæmdasviðs og deildarstjóra tölvudeildar, í samræmi við umræður í bæjarráði.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.