Eyjamaðurinn og landsliðsmaðurinn í handknattleik, Elliði Snær Viðarsson, hefur framlengt samning sinn við þýska handknattleiksliðið Vfl Gummersbach um eitt ár. Hann er þar með samningsbundinn liði félagsins fram á mitt ár 2023.
Gummersbach greindi frá þessu í morgun. Elliði Snær gekk til liðs við Gummersbach frá ÍBV sumarið 2020. Hann hefur leikið stórt hlutverk jafnt í vörn sem sókn hjá liðinu sem er í efsta sæti þýsku 2. deildarinnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst