Jöfnunarsjóður veitir framlög til að samþætta þjónustu sveitarfélaga í þágu barna
15. febrúar, 2022
Ásmundur Einar Daðason, Mennta Og Barnamálaráðherra, Og Sigurður Ingi Jóhannsson, Innviðaráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur í samráði við Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirritað reglugerð um framlög á vegum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að mæta kostnaði sveitarfélaga vegna samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna á árinu 2022 (nr. 1455/2021).

Ráðherra hefur einnig samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs um áætluð framlög til sveitarfélaga, sem byggja á reglugerðinni. Skipting fjárframlaga byggir á niðurstöðu vinnuhóps um útreikning framlaga.

Ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) tóku gildi 1. janúar. Við gildistöku bætist við ákvæði til bráðabirgða við lög nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Í 1. og 2. mgr. ákvæðisins segir að við tekjur Jöfnunarsjóðs á árunum 2022–2024 bætist árlegt framlag úr ríkissjóði sem skuli ráðstafa með greiðslu framlaga til einstakra sveitarfélaga til að mæta kostnaði sveitarfélaga vegna samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2022 nemur framlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 1.100 m.kr. á árinu.

Að loknum undirbúningi á vegum ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga var ákveðið að stofna vinnuhóp til að útfæra tillögu að skiptingu fjármagns til sveitarfélaga sem yrði grunnur að reglugerð um útreikning framlaga í samræmi við lög. Vinnuhópurinn var skipaður tveimur fulltrúum frá félagsmálaráðuneytinu, einum fulltrúa frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og tveimur fulltrúum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Skipting fjárframlaga til sveitarfélaga tekur mið af eftirfarandi fjórum breytum sem hafa jafnt vægi:

  • Fjöldi barna í hverju sveitarfélagi
  • Fjöldi barna með stuðning í skólum
  • Fjöldi barna á lágtekjuheimilum
  • Fjöldi barna af erlendum uppruna

Nánar má lesa um forsendur framlagsins í skýringum við tillögu vinnuhópsins.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.