Kæru Vestmannaeyingar!

Við frambjóðendur H-listans, Fyrir Heimaey, leitum nú til ykkar um stuðning við listann okkar í annað sinn. Þið tókuð okkur afar vel fyrir fjórum árum sem leiddi til þess að við höfum haft forystu um stjórn bæjarins síðan þá. Við leggjum verk okkar á kjörtímabilinu afar stolt í ykkar dóm í kosningunum á laugardag.

En þótt við horfum glöð og ánægð um öxl á þann árangur sem náðst hefur þá snúast kosningar fremur um framtíð en fortíð; fremur um það sem við ætlum að gera en það sem við höfum þegar gert. Fyrirætlanir okkar er að finna í ítarlegri stefnuskrá sem borin hefur verið í öll hús og við vonum að sem flestir hafi haft tök á að kynna sér.

Við höldum því hins vegar fram að árangur okkar á síðustu fjórum árum gefi mjög sterk fyrirheit um hvers er að vænta af okkur á næstu fjórum árum. Við getum óhikað sagt: dæmið okkur af verkum okkar – ekki orðum. ”Af ávöxtunum skulið þið þekkja þá”.

Í senn auðmjúk og stolt óskum við eftir stuðningi ykkar við H-listann, Fyrir Heimaey, í kosningunum á morgun.

Með kærri kveðju og ósk um Betri Eyjar fyrir alla!

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.