Ágúst Halldórsson, var kosinn kennari ársins af nemendum FÍV. Hann er vélfræðingur með meiru sem fór inn á nýja braut eftir að hafa verið vélstjóri á loðnuskipum og síðast Herjólfi.
„Maður renndi nú heldur betur blint í sjóinn þegar maður ákvað að slá til og verða kennari á vélstjórnarbraut við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum síðasta haust. Hvað þá að feta í fótspor Gísla Eiríkssonar,“ segir Ágúst um starfið.
Hann segir það skrýtna tilfinningu að kenna við sama skóla og hann hafi sjálfur lært við. „Ég er reyndar það skrýtinn að mér finnst ég alltaf vera átján ára. Og stundum leið mér eins og ég væri nemandi, hefði svindlað mér inn á kennarastofuna. Fór fram og niður í sal að hanga með krökkunum og spila við þau borðtennis. Oft og iðulega rústa þeim og hlæja svo á eftir.“
Nánar er rætt við Ágúst í grein sem birtist í næsta blaði Eyjafrétta. Blaðið kemur út á morgun, 8. júní. Nálgast má blaðið í lausasölu hjá Krónunni, Klettinum og Tvistinum.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.