Alltaf 18 ára
7. júní, 2022

Ágúst Halldórsson, var kosinn kennari ársins af nemendum FÍV. Hann er vélfræðingur með meiru sem fór inn á nýja braut eftir að hafa verið vélstjóri á loðnuskipum og síðast Herjólfi. 

Maður renndi nú heldur betur blint í sjóinn þegar maður ákvað að slá til og verða kennari á vélstjórnarbraut við Framhaldsskólan í Vestmannaeyjum síðasta haust. Hvað þá að feta í fótspor Gísla Eiríkssonar,“ segir Ágúst um starfið. 

Hann segir það skrýtna tilfinningu að kenna við sama skóla og hann hafi sjálfur lært við. Ég er reyndar það skrýtinn að mér finnst ég alltaf vera átján ára. Og stundum leið mér eins og ég væri nemandi, hefði svindlað mér inn á kennarastofuna. Fór fram og niður í sal að hanga með krökkunum og spila við þau borðtennis. Oft og iðulega rústa þeim og hlæja svo á eftir.

Nánar er rætt við Ágúst í grein sem birtist í næsta blaði Eyjafrétta. Blaðið kemur út á morgun, 8. júní. Nálgast má blaðið í lausasölu hjá Krónunni, Klettinum og Tvistinum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst