Eftir nokkra daga kemur út 15. tölublað Eyjafrétta, blaðið ber keim af komandi hausti og því sem haustinu fylgir.
Í huga margra Vestmannaeyinga hefst haustið um leið og þjóðhátíðartjaldið er komið í geymslu, en hjá öðrum er það ekki fyrr en skóla- og íþróttastarf hefst af krafti og allir fjölskyldumeðlimir eru komnir í nýja rútínu.
Þriggja ára uppsöfnuð þörf
Það sem ekki síður fylgir haustinu er heilsuræktin, en fyrir marga er hún órjúfanlegur þáttur rútínunnar sem tekur gjarnan við á haustmánuðum. Í ár má segja að haustdagskrá heilsuræktarstöðva sé að hefjast af alvöru eftir þriggja ára lægð, og það má finna það á þjálfurum og eigendum heilsuræktarstöðvanna að eftirvæntingin og tilhlökkunin er mikil að fá að starfa án hindrana og takmarkana í vetur.
Og þar erumvið í góðum málum hér í Vestmannaeyjum, því framboð á heilsurækt er með besta móti, hvernig sem á það er litið; mikil fjölbreytni í þjálfun er til staðar og þjálfarar eru með ýmsan bakgrunn og sérhæfingu.
í Vestmannaeyjum ættu því allir að geta fundið heilsurækt við sitt hæfi.
Átta síðna sérblað um heilsu og hreyfingu er í næsta blaði Eyjafrétta sem kemur út fiimmtudaginn 25. ágúst.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.