Áhrif frá Skandinavíu og Japan

Vestmannaeyjar eru komin á heimskort matgæðinga og öllum er boðið að koma og taka þátt í sjávarréttahátíðinni MATEY sem haldin verður 8., 9. og 10. september 2022.

Vestmannaeyjar eru einn aðal mataráfangastaður Íslands og þar eru nú fjöldi veitingastaða sem bjóða upp á staðbundna matargerð með staðbundnu hráefni.  Mataráfangastaðurinn Vestmannaeyjar voru tilnefndar til norrænu matarverðlaunanna Emblu 2021.

Á hátíðinni kynnist fólk menningunni og sögu matarins með nokkru af besta matreiðslufólki Norðurlandanna.

Byrjaði 15 ára gamall
Chris hóf feril sinn aðeins fimmtán ára gamall, á japanska veitingastaðnum í hverfinu sem hann bjó, við uppvask og að aðstoða kokkinn um helgar. Þegar hann lauk skóla hóf hann störf sem nemi hjá Marco Pierre Whites, á franska Michelinstjörnu veitingastaðnum „Mirrabelle“ í Mayfair í London þar sem hann starfaði í þrjú ár.

Chris hefur starfað sem kokkkur á nokkrum Michelin veitingastöðum um heiminn.

Í kjölfarið uppgötvaði Chris ást sína á asísku bragði og hráefnum og tók við stöðu hjá Nobu Berkeley. Seinna starfaði Chris í þrjú ár sem aðstoðaryfirkokkur hjá David Thompsons og Thai veitingastað hans „Nahm“ sem var Michelin vottaður veitingastaður frá stofnun hans.  

Chris tók síðar við umsjón á hinum margrómaða japanska veitingastað „Dinings“ í Tel Aviv, Ísrael. Síðast hefur hann verið yfirkokkur á Pantechnicon í London sem byggir á norrænni og japanskri hugmyndafræði. Pantechnicon hýsir fjóra veitingastaði; Eldr, Sachi, Roof Garde og Cafe Kitsuné, allir með áhrifum frá Skandinavíu og Japan. Pantechnicon hefur vakið mikla eftirtekt í London, og skal engan undra.

 

Nýjustu fréttir

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.