Kvennalið ÍBV fær Valskonur í heimsókn á morgun í Olísdeild kvenna. Liðin eru sem stendur í 2. og 3. sæti deildarinnar og má búast við hörkuleik!
Í tilefni af Bleikum október viljum við leggja okkar af mörkum og verður leikurinn því styrktarleikur. Fólk getur lagt fram frjáls framlög (peningur eða kort) við innganginn og mun allur ágóði miðasölu renna til Krabbavarnar Vestmannaeyjum. Fulltrúar frá þeim verða einnig með sölubás í anddyri hússins.
Handknattleiksráð kvenna.
Mynd: Úr leik ÍBV og Stjörnunnar.
Sigfús Gunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst