Karla og kvenna lið ÍBV í handbolta leika bæði leiki á útivelli í dag. Stelpurnar ríða á vaðið klukkan 14:00 þegar þær mæta Haukum á Ásvöllum. Stelpurnar eru í 3. sæti deildarinnar með fjögur stig eftir jafn marga leiki. Hauka stúlkur sitja í 6. sæti. Leikurinn verður í beinni útsendingu á HaukarTV.
Strákarni hefja leik klukkan 16:00 í Mosfellsbæ þar sem þeir mæta liði Aftureldingar. ÍBV situr eins og er í öðru sæti deildarinnar með átta stig en gestgjafarnir eru í 6. sæti með fimm stig. Bæði lið hafa leikið fimm leiki. Leikurinn verður í beinni útsendingu á stöð 2 sport.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst