Á leið til Þorlákshafnar - Óvissa með seinni ferð

Ófært er til Landeyjahafnar vegna ölduhæðar og er Herjólfur á leið til Þorlákshafnar núna fyrri hluta dags og fer frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Þeir farþegar sem áttu bókað kl. 07:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 09:00 frá Landeyjahöfn hafa verið færðir sjálfkrafa milli hafna.

Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á að þeir þurfa að koma með sinn eiginn búnað. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir faratæki í annarri hvorri höfninni.

Hvað varðar siglingar seinnipartinn í dag, þá verður gefin út tilkynning fyrir kl. 15:00.

Frá Herjólfi.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.