Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja 90 ára

Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum fögnuðu þeim merka áfanga í byrjun desember að nú eru liðin 90 ár frá stofnun Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja. Félagið var stofnað 6. desember árið 1932 og var Jóhann Þ. Jósefsson þingmaður Eyjanna  helsti hvatamaður að stofnun félagsins.

Frá upphafi hefur starfsemi félagsins snúið að því að auka veg og vanda Sjálfstæðisflokksins og berjast fyrir stefnumálum okkar Vestmannaeyinga í nafni frelsi einstaklingsins, minni ríkisafskipta, lægri skatta og ábyrgrar efnahagsstjórnar.

Á þriðjudaginn sl. sjálfan afmælisdaginn, hélt félagið upp á áfangann í Ásgarði með aðventugleði sinni sem nefnist kjöt og kærleikur. Félagsfólk gæddi sér á nýreyktu hangikjöti og tilheyrandi og nutu samvista hvert með öðru.

Nýkjörinn ritari Vilhjálmur Árnason, Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis og verðandi ráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Björgvin Jóhannesson varaþingmaður og formaður kjördæmisráðs Suðurkjördæmis og Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins komu fyrir hönd flokksins, héldu ræður, færðu kveðjur og gáfu gjafir. Gísli Stefáns og Jarl lokuðu svo kvöldinu með ljúfum jólatónum.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.