lugfélagið Mýflug hefur ásamt öðrum fjárfesti keypt 77,1 prósent hlut í flugfélaginu Erni. Þetta staðfesta þeir Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis og Leifur Hallgrímsson, eigandi Mýflug við Fréttablaðið sem fyrst greindi frá málinu.
„Það eru nokkrir fjárfestar sem við vorum að selja hluta af fyrirtækinu og Mýflug er einn af þeim. Með sölunni er verið að styrkja félögin, bæði til þess að ná samlægum áhrifum og styrkja félögin til lengri tíma. Þetta eru orðin gömul félög, Ernir er 53 ára núna í vor og hefur verið leiðandi á sínum markaði. Ég hef verið að reka þetta sjálfur í tæplega 53 ár og fer að undirbúa það að opna fyrirtækið fyrir almennum hluthöfum. Það er eiginlega ástæðan bak við söluna,“ segir Hörður.
Hörður segir að Ernir hafi verið í ágætum rekstri og staðið sig vel undanfarna áratugi, en það sé gott að gera breytingar á eignarhaldinu nú þegar eldri kynslóðir eru að fjara út. Hann mun áfram sjá um rekstur Ernis.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst