Í dag kom Þórunn Sveinsdóttir VE 401 úr skveringu. Það var við hæfi að Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni í Vinnslustöðinni og Sigurjón Óskarsson tækju við spottunum því nú er Þórunn orðin hluti af flota Vinnslustöðvarinnar sem keypti útgerðarfélag skipsins, Ós ehf. í síðasta mánuði. Það var fjölskylda Sigurjóns sem átti Ós og Leo Seafood sem Vinnslustöðin keypti líka.

„Við munum gera út Þórunni Sveinsdóttur áfram með áhöfninni sem þar er og engar breytingar eru heldur fyrirsjáanlegar í Leo Seafood. Félögin sem Vinnslustöðin er nú að kaupa eru vel rekin og góð,“ sagði Binni þegar skrifað var undir samninga um kaupin 14. apríl sl. .

„Samningurinn er stærsti viðburður sinnar tegundar í sögu Vinnslustöðvarinnar. Við erum að kaupa sem svarar til 1% af aflaheimildum landsmanna í þorskígildum og nú bætast við 100 starfsmenn í VSV-samstæðuna þar sem fyrir eru um 370 manns á launaskrá,“ sagði hann einnig.

Binni og Sigurjón taka við spottunum þegar Þórunn kom til hafnar í dag.

Mynd Addi í London.