Í grein sem birt var á mbl.is kemur fram að Helgi Tors­ham­ar var á leið heim úr rík­inu þegar sím­inn hans hringdi og hon­um var boðið pláss í meðferð á Hlaðgerðarkoti. Hann afþakkaði boðið. Ætlaði að fresta því enn um sinn að taka til í lífi sínu en eitt­hvað varð til þess að hon­um sner­ist hug­ur og hann hringdi til baka og sagðist myndu koma. Þetta var í lok mars árið 2012 og frá 1. apríl sama ár hef­ur hann verið edrú. Hann seg­ir sögu sína í Sam­hjálp­ar­blaðinu sem var að koma út.

„Ég var í vina­hópi sem sam­an­stóð af oln­boga­börn­um,“ seg­ir Helgi.

„Flest­ir í mín­um vina­hópi, bæði stelp­ur og strák­ar, voru úr ákveðnu hverfi og allt krakk­ar sem komu af brotn­um heim­il­um. Mörg alin upp við alkó­hól­isma. Það var gott að eiga at­hvarf hjá þeim og með þeim en við byrjuðum tólf til þrett­án ára að fikta við neyslu. Ég og besti vin­ur minn bjugg­um hlið við hlið og það var fullt af óreglu­fólki í hverf­inu okk­ar. Það var mjög auðvelt fyr­ir okk­ur að nálg­ast áfengi og síga­rett­ur. Þetta var ekki slæmt fólk en tíðarand­inn var ann­ar þarna á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar.

Ég fann, eins og flestall­ir alkó­hólist­ar, þessa deyf­ingu um leið og ég byrjaði að drekka. Áfengið deyfði en mér leið aldrei vel. Ég varð strax alkó­hólisti en ég náði aldrei þeim botni að missa allt, verða heim­il­is­laus og alls­laus. Ég náði alltaf að halda utan um hlut­ina að ein­hverju leyti. Ég tolldi auðvitað mis­jafn­lega í vinnu þegar ég var ung­ur og vit­laus. Ég var líka í tónlist og fór að spila á böll­um og maður sukkaði og það voru skvís­ur, bara sá pakki. Maður er eig­in­lega bú­inn að henda þessu aft­ur fyr­ir sig. Maður hélt að þetta væri gam­an.

Svo kynnt­ist ég kon­unni minni. Hún er líka óvirk­ur alkó­hólisti og til að byrja með vor­um við eig­in­lega bara drykkju­fé­lag­ar. Hún átti eina dótt­ur fyr­ir sem ég lít á sem mitt barn og við eignuðumst stelpu sam­an. Þær eru báðar dá­sam­leg­ar en eldri dótt­ir mín var svo­lítið mótuð af því sem var að ger­ast á heim­il­inu. Hún þurfti að upp­lifa það sem ég upp­lifði og kon­an mín því hún ólst líka upp við svipaðar aðstæður og ég. En svo áger­ist þetta og fjar­lægðin milli okk­ar hjóna jókst þar til gjá­in var orðin það breið að við drukk­um hvort í sínu lagi. Hún náði að fela þetta miklu bet­ur en ég. Svo kom að þeirri stund í mínu lífi að ég missti al­gjör­lega stjórn á þessu.“


Helgi er tónlistarmaður og meðlimur í hljómsveitinni Molda.

Missti tvo feður og afa á einu ári

Hvað varð til þess?

„Ég náði að tengj­ast föður mín­um aft­ur,“ seg­ir hann. „Milli okk­ar var einnig gjá. Við náðum ekki að tengj­ast fyrr en 2003. Ég sætt­ist við hann og það myndaðist vin­skap­ur á milli okk­ar. Ég átti líka fóst­ur­föður sem var ofboðslega góður maður. Það var þarna tíma­bili sem ég átti tvo feður. Pabbi náði að kynn­ast kon­unni minni og stelp­un­um mín­um. Ég var auðvitað að drekka á þess­um tíma en ég fann hvað það var gott að eiga hann líka að. Árið 2009 missti ég fóst­urpabba minn. Hann fékk hjarta­áfall og það gríðarlegt áfall fyr­ir mig en ég sýndi það ekki. Ég hugsaði með mér að ég gæti alltaf leitað til föður míns en nokkr­um mánuðum síðar hringdi hann í mig og sagði mér að hann væri kom­inn með krabba­mein. Á einu ári missti ég fóst­ur­föður minn, pabba minn og afa minn og hvað ger­ir maður? Leit­ar í flösk­una.

Ég náði samt að halda vinnu og var í góðri vinnu en þetta voru orðnir fjór­ir til fimm dag­ar í viku sem ég drakk og hið sama gilti um kon­una mína. Hún náði ein­hvern veg­inn að fela það. Á Þjóðhátíð 2011 kom barna­vernd­ar­nefnd inn í aðstæður hjá okk­ur. Þá var yngri stelp­an tíu ára. Við feng­um aðvör­un. „Ef þið gerið ekki eitt­hvað verður barnið tekið.“ Kon­an mín fór í meðferð í Hlaðgerðarkot strax eft­ir Þjóðhátíðina og kom til baka en ég var ennþá í neyslu. Þá hugsaði maður; vá hvað mér líður illa. Hún edrú og ég fór að kenna henni um hversu illa mér leið. En um ára­mót 2011–2012 voru þær farn­ar upp á land. Kon­an mín var búin að gef­ast upp á mér og far­in með stelp­urn­ar. Ég var einn og hugsaði með mér; jæja, er ekki kom­inn tími til að láta reyna á þetta?“


Helgi á toppi Blátinds.

Afþakkaði plássið en hringdi aft­ur

Það varð þó ekki strax. Helgi hélt enn áfram en í byrj­un mars 2012 hringdi hann í Hlaðgerðarkot og óskaði eft­ir inn­lögn.

„Mér var sagt að bið eft­ir plássi væri tveir mánuðir en ég ætti að hringja dag­lega. Mér fannst það fínt, ég gæti þá bara drukkið meira. Í lok mánaðar­ins var svo hringt frá Hlaðgerðarkoti og sagt: „Þú get­ur komið inn á mánu­dag.“ Ég var á leið úr Rík­inu með flösk­ur í poka og svaraði: „Heyrðu, ég ætla aðeins að hugsa þetta. Ég hugsa að ég komi ekki. Ég ætla aðeins að fresta þessu.“

En svo staldraði ég við, fór að hugsa. Það var bara eitt­hvað sem sagði mér að ég þyrfti að fara, eitt­hvað kom yfir mig. Ég hringdi aft­ur svona hálf­tíma seinna og sagði: „Heyrðu, ég kem.“ Svo datt ég í það, var full­ur í tvo daga og fór inn á Hlaðgerðarkot 2. apríl en ég hef ekki drukkið síðan 1. apríl 2012. Það er ekki aprílgabb,“ seg­ir hann og hlær.

Þarna höfðu orðið straum­hvörf. Hvaða öfl voru að verki og leiddu Helga inn á Hlaðgerðarkot er ekki gott að segja en þarna hófst bata­fer­ill­inn.

„Ég var nátt­úr­lega í rusli þegar ég kom þarna inn,“ seg­ir hann. „Ég kynnt­ist mörgu góðu fólki þarna inni og eignaðist góða vini. Ég sá líka að það voru marg­ir í miklu verri stöðu en ég var nokk­urn tíma. Þarna inni ger­ast hlut­irn­ir. Þar mætti Drott­inn mér. Dag einn var ég inni í bæna­stund, en þær eru á hverj­um degi, það var eitt­hvað verið að tala og ég hélt ekki at­hygli. Mér varð litið út um glugg­ann og sá eitt­hvert ljós fyr­ir utan, það var eins og ára eða ljós­hjúp­ur, og engu lík­ara en það væri að benda mér að koma til sín. Ég var al­inn upp í trú og hafði haldið minni barna­trú en þarna fóru hlut­irn­ir að ganga. Það voru ótrú­leg­ir hlut­ir sem gerðust þarna inni.“

Hélt að allt væri búið

Erfiðleik­arn­ir voru samt ekki fylli­lega að baki. Helgi hafði enn ekki unnið úr þeim áföll­um sem hann hafði upp­lifað.

„Já, svo út­skrifaðist ég bara,“ held­ur hann áfram. „Stefán Geir Karls­son ráðgjafi sagði við mig: „Ég hef eng­ar áhyggj­ur af þér.“ Og ég hugsaði með mér: jess. Þegar ég út­skrifaðist í maí hélt ég að allt væri búið en svo kom ég heim og allt var við það sama. And­rúms­loftið milli mín og kon­unn­ar var óbreytt og ég fór í bullandi fíkn. Hún ákvað að fara bara. Þetta var í kring­um gos­loka­hátíð og ég sat eft­ir einn heima. Ég var kom­inn al­veg á brún­ina, fór til mömmu og sagði henni hvernig mér leið. Hún sagði mér strax að ég yrði að tala við ein­hvern. Ég hringdi í einn vina minna sem er óvirk­ur og talaði aðeins við hann. Það var ágæt­is­sam­tal en þessi vin­ur minn er ekki trúaður svo að ég hringdi í ann­an vin sem er trúaður og fór heim til hans.“

Vin­irn­ir töluðu sam­an um stund en þrátt fyr­ir að Helgi hefði leitað sér aðstoðar linaði það ekki van­líðan hans. Hann hafði meðal ann­ars gengið fram­hjá Rík­inu og tvístigið nokkr­um sinn­um áður en hann ákvað að fara ekki inn og eitt­hvað leiddi hann áfram.

„Já, mér leið áfram ógeðslega illa. Ég gekk um og var að ganga fram­hjá Hvíta­sunnu­kirkj­unni. Kon­an mín hafði sótt sam­kom­ur þar og ég hugsaði með mér; ókei, ég verð að fara hérna inn. Fyrsti maður­inn sem mætti mér var Guðni Hjálm­ars­son. Ég vissi hver hann var og hann vissi hver ég var. Við höfðum aldrei talað sam­an en ég vissi strax að ég yrði að tala við þenn­an mann. Þetta var um sex­leytið og hann var að und­ir­búa bæna­stund klukk­an átta. Hann sagðist samt ætla að gefa sér tíma til að tala við mig.

Við fór­um inn á skrif­stofu og þar opnaði ég mig um allt. All­ar mín­ar til­finn­ing­ar lagði ég bara á borðið. Upp frá þessu hef­ur vin­skap­ur okk­ar vaxið og dýpkað og frá þessu augna­bliki hef­ur ganga mín verið upp á við. Hann sagði mér að koma á sam­komu um kvöldið. Ég fór og þegar ég heyrði Unni og Simma syngja í fyrsta sinn á sam­kom­unni fannst mér þau vera að syngja inn í líf mitt. Þá heyrði ég í fyrsta sinn lagið „Faðir minn gerðu mig að keri“ sem talaði beint inn í mín­ar aðstæður.

Faðir minn gerðu mig að keri,

hreinu og tæru, lif­andi af trú. 

Með lofsöng til þín, lif­andi ljós skín,

frá því keri sem mótar þú.

Svo kom að því að Árný Hreiðars­dótt­ir, sem er mik­il bæna­kona, sagði: „Það er ein­stak­ling­ur hér inni, ég veit ekki hver hann er en hann þarfn­ast bænar.“ Ég tengdi þetta strax við mig, steig fram og það var myndaður um mig bæna­hring­ur.“

Eft­ir þetta fór Helgi að venja kom­ur sín­ar á sam­kom­ur.

„Ég man svo vel að ég sat alltaf aft­ast fyrst en kom æ oft­ar og fór að færa mig fram­ar eft­ir hverja sam­komu,“ seg­ir hann. „Um tveim­ur mánuðum síðar kom Simmi til mín og sagði: „Helgi! Komdu hérna upp og spilaðu með okk­ur.“ Það var óvenju­legt því ég var ekki frelsaður. Það sagði eng­inn neitt en upp frá því fór ég að spila og spila. Þetta varð til þess að allt lagaðist milli mín og kon­unn­ar minn­ar og við gift­um okk­ur í kirkj­unni, höfðum verið í sam­búð fram að því.“

Byrjuðu með tvær hend­ur tóm­ar

Helgi hef­ur gefið út fal­lega gospel­plötu. Var það þarna sem þú byrjaðir að spila þannig tónlist?

„Nei, inni í Hlaðgerðarkoti fór ég að hlusta á lof­gerðar­tónlist. Ég var með gít­ar með mér og fór að spila og semja,“ seg­ir hann. „Ég hef samið fullt af lof­gerðarlög­um sem eru á Lind­inni. En annað sem mig lang­ar að nefna, eft­ir meðferðina byrjuðum við með tvær hend­ur tóm­ar. Við vor­um í leigu­hús­næði, með skuld­ir á bak­inu, en í dag eig­um heim­ili og skuld­um ekki annað en lít­il hús­næðislán. Við erum búin að byggja ákveðinn grunn und­ir líf okk­ar. Mjög fljót­lega eft­ir sam­tal okk­ar Guðna sá hún þá breyt­ingu sem hafði orðið á mér og við náðum aft­ur sam­an. Fyrst eft­ir það fór ég upp á eitt­hvert ský og sveif þar en svo náði ég lend­ingu og þá varð allt mun jarðbundn­ara. Plöt­una gaf ég út þegar ég var á ský­inu. Svo hef ég farið í önn­ur verk­efni í tón­list­inni. Auðvitað eru sum­ir dag­ar erfiðir og það hef­ur ým­is­legt komið upp á.“

Tors­ham­ar er ekki ís­lenskt nafn, en Helgi er ættaður frá Fær­eyj­um.

„Ég elska Fær­eyj­ar og fer þangað reglu­lega. Ég er ¾ Fær­ey­ing­ur. Ég fer að minnsta kosti einu sinni á ári, stund­um tvisvar. Það er bara til að halda rót­un­um. Ég á auðvitað skyld­fólk þarna,“ seg­ir hann. „Vest­manna­eyj­ar minna mig að hluta á Fær­eyj­ar. Það er margt keim­líkt.“

Ertu fædd­ur hér á landi?

„Ég fædd­ist úti. Þau bjuggu aldrei sam­an, for­eldr­ar mín­ir. Þetta voru ung­linga­ást­ir sem ent­ust ekki. Mamma eignaðist svo annað barn, stelpu sem er tveim­ur árum yngri en ég, með ís­lensk­um manni. Hún kynnt­ist svo öðrum Íslend­ingi og við flutt­um til Íslands árið 1978.“

Grunn­skóla­gang­an erfið

Fjöl­skyld­an flutti fyrst til Seyðis­fjarðar því þangað átti ís­lenska amma Helga ætti að rekja. „Á Seyðis­firði stoppuðum við ör­stutt, svo fór­um við til Vest­manna­eyja. Ég veit ekki al­veg hver ástæðan var. Ætli fólk hafi ekki verið að elta vinn­una. Í minn­ing­unni gekk þetta að minnsta kosti fljótt fyr­ir sig. Kannski hef ég lokað á þetta að ein­hverju leyti.“

Varstu sátt­ur við að koma hingað?

„Ég ólst upp hjá ömmu minni, sem var ís­lensk og ég elskaði og dáði, og afa sem dó 1976. Ég átti líka ömmu og afa í Tór­s­havn sem voru fær­eysk og þau hef ég líka elskað allt mitt líf af öllu hjarta. Mín æska var mikið lituð af alkó­hól­isma og því um­hverfi sem hon­um fylg­ir. Ég hef aldrei ásakað neinn.“

Var þá tungu­málið að þvæl­ast fyr­ir þér? Íslenska og fær­eyska eru auðvitað skyld mál en alls ekki eins.

„Nei, ég var al­inn upp við bæði tungu­mál­in. Ég talaði auðvitað ekki góða ís­lensku fyrst þegar ég kom hingað en ég náði henni fljótt. Grunn­skóla­ganga mín var engu að síður ekki góð. Ég náði aldrei sam­bandi við námið. Ég er greind­ur með of­virkni og at­hygl­is­brest og átti rosa­lega erfitt með að ein­beita mér. Ég er þannig enn þann dag í dag. Ég er góður í skap­andi grein­um. þar næ ég góðri ein­beit­ingu, til dæm­is í tónlist og ljós­mynd­un. Ég er einnig mjög skipu­lagður og sam­visku­sam­ur í vinnu og sinni henni vel.

Í skóla var maður bara kallaður tossi á þess­um tíma. En ég átti góðan kenn­ara að. Hún heit­ir Ólöf Magnús­dótt­ir og var sæmd ridd­ara­krossi árið 2022 fyr­ir fram­lag til sér­kennslu og mál­efna barna með fötl­un. Hún hef­ur hjálpað mörg­um börn­um sem voru eft­ir á í þroska og líka „toss­un­um,““ seg­ir Helgi. „Ég á henni mikið að þakka. Ég var mikið í sér­kennslu hjá henni í grunn­skóla og þar kynnt­ist ég líka fleiri börn­um sem líkt var komið á með, við þurft­um stuðning. Þeirra á meðal var minn besti æsku­vin­ur. Hann var í sama pakka og ég og var fyrsti vin­ur­inn sem ég eignaðist eft­ir að ég flutti hingað. Við höf­um haldið okk­ar vin­skap al­veg síðan. Ég á einnig Unni Bald­urs­dótt­ur kenn­ara mikið að þakka.“

Helgi starfar sem há­seti á Herjólfi og við tón­listar­flutn­ing. Hann er í þrem­ur hljóm­sveit­um fyr­ir utan Lof­gjörð. Ný­lega spilaði hann á Eyja­tón­leik­um í Hörpu og hann kem­ur reglu­lega fram á sam­kom­um í Hvíta­sunnu­kirkj­unni í Eyj­um. Við þetta bæt­ist svo ljós­mynd­un­in, en það áhuga­mál skip­ar stöðugt stærri sess í lífi hans.

„Líf mitt tók U-beygju eft­ir að ég hætti að neyta áfeng­is,“ seg­ir hann. „Ljós­mynd­un, fjall­göng­ur og ferðalög komu í staðinn fyr­ir Bakkus. Mér finnst ynd­is­legt að geta sinnt tón­list­inni alls­gáður og finnst ekk­ert skemmti­legra en að vera á sviði og spila fyr­ir fólk, hvort sem það er í Lof­gjörð, á tón­leik­um eða á balli. Ég elska að ferðast og við för­um hjón­in utan ár hvert, jafn­vel tvisvar til þris­var á ári stund­um. Mín­ar bestu stund­ir á ég þegar ég er með konu minni, dætr­um og barna­barni. Ég á svo mörg­um að þakka lífs­björg mína og í því sam­bandi vil ég helst nefna Guðna og Guðbjörgu, for­stöðuhjón­in í Hvíta­sunnu­kirkju Vest­manna­eyja, sem hafa vafið okk­ur hjón­in og börn­in okk­ar í kær­leik og ástúð. Milli okk­ar hef­ur mynd­ast dýr­mæt vinátta, auk þeirra þau mætu og ynd­is­legu hjón Unni og Simma, Högna Hilm­is, Árna Óla og and­legu móður mína Árnýju Hreiðars­dótt­ur. Móðir minni Dinnu, systkin­um, Hvíta­sunnu­kirkju Vest­manna­eyja, Sam­hjálp, Hlaðgerðarkoti, trú­systkin­um, vin­um og sam­ferðafólki vil ég einnig þakka. En mín mesta lífs­björg er Drott­inn, sem er minn klett­ur og skjól hvern dag.“

Helgi hef­ur sýnt mynd­ir á ljós­mynda­sýn­ing­unni Vest­manna­eyj­ar gegn­um ljósopið og í kirkj­unni hans hang­ir ljós­mynd af kross­in­um í Eyj­um böðuðum Norður­ljós­um sem hann tók.

Það gef­ur hon­um mikið að í hvert sinn sem hann geng­ur þar inn blas­ir hún við hon­um, tákn um sig­ur og von.


Helgi Thorshamar og Kristín Guðmundsdóttir.

Helgi og kon­an hans, Krist­ín Guðmunds­dótt­ir voru í viðtali við Sam­hjálp­ar­blaðið árið 2015. Þar seg­ir Krist­ín sög­una af því hvernig þau tóku sam­an.

„Helgi var í hópi rokk­ara i leður­jökk­um og mér fannst þeir svaka­leg­ir töffar­ar,“ seg­ir Krist­ín. „Ég reyndi hvað ég gat til að kynn­ast þeim en með mis­góðum ár­angri. Við fór­um síðan að vinna sam­an hjá Ísfé­lag­inu árið 1998 en ég var í öðru sam­bandi þá og eignaðist dótt­ur þetta sama ár. Við skild­um og ég fór að kynn­ast Helga bet­ur en hann var í hljóm­sveit og var að spila mikið um helg­ar á pöbb­un­um. Ein­hvern tíma fór ég heim til hans um helgi þegar hann var að spila og fór að sofa. Þegar hann kom heim var ég því bara sof­andi í rúm­inu hans og hann hef­ur eig­in­lega ekki losnað við mig síðan.“

Krist­ín fór í meðferð árið 2011 en þá var ástandið á heim­il­inu orðið erfitt og hún vissi að hún gæti ekki haldið þessu líferni áfram. Um það seg­ir hún:

„Það fór ekki mikið fyr­ir gleðinni á heim­il­inu á sunnu­dög­um, mánu­dög­um og þriðju­dög­um. Það var ekki verið að tala mikið sam­an held­ur voru leiðind­in alls­ráðandi. Spenn­an var mik­il i loft­inu og stelp­urn­ar fundu fyr­ir því. Við vor­um alltaf að ríf­ast og það var farið að bitna á öll­um í kring­um okk­ur.“

Helgi og Krist­ín ríf­ast ekki leng­ur. Þau geta talað sam­an og leyst mál­in. Síðar í viðtal­inu seg­ir að eng­inn hafi haft trú á að þau gætu orðið edrú en í Hlaðgerðarkoti hafi þau öðlast ólýs­an­leg­an kraft. Þakk­lætið hafi þau í önd­vegi í líf­inu og þannig er það enn þann dag í dag.