Í kosningunum á laugardaginn voru kosnir níu bæjarfulltrúar. Fimm þeirra eru konur og fjórir karlmenn.
Konurnar eru þær Íris Róbertsdóttir og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir frá H-lista, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Margrét Rós Ingólfsdóttir frá D-lista og Helga Jóhanna Harðardóttir frá E-lista. Margrét og Helga koma nýjar inn í bæjarstjórn. Karlarnir í bæjarstjórn eru Páll Magnússon frá H-lista, Eyþór Harðarson og Gísli Stefánsson frá D-lista og Njáll Ragnarsson frá E-lista. Páll, Eyþór og Gísli koma nýir inn í bæjarstjórn.

Hildur Sólveig hefur setið flesta bæjarstjórnarfundi og það kemur því í hennar hlut að boða til fyrsta fundar nýrrar bæjarstjórnar.